'Sweet Summer' lita þema í brúðkaupið
Brúðkaup
Mjög líklegt að þú sért hér er vegna þess að þú ert að fara að gifta þig og ert að leita af brúðkaups hönnun fyrir stóra daginn. Hér fyrir neðan sérðu upplýsingar um þá þjónustu sem ég býð upp á varðandi hönnunina fyrir brúðkaupið.

Vörur & þjónusta
Hér fyrir neðan sérðu hvaða vörur og þjónustu ég býð upp á.
Sérhönnun
Ég hjálpa hjónum að hanna þeirra drauma bréfsefni sem passar við þeirra þema og útlit. Hjálpa ykkur að láta bréfsefnið passa við hönnunina í brúðkaupinu sjálfu og ef þú ert t.d. með brúðkaups ráðgjafa eða einhvern sem er að skiputleggja fyrir þig, þá get ég átt spjall við hann/hana um stílinn.
Best er að þið sendið á mig til að fá uppgefið verð fyrir ykkar dag, hvað þið óskið eftir að láta hanna fyrir ykkur o.s.frv.
Vinsælt bréfsefni er t.d:
-
Save the date kort – til að senda út fyrst og með smá fyrirvara um að gefa upplýsingar um hvaða dagur verður ykkar dagur
-
Boðskort – þetta hefðbundna boðskort. Einnig er vinsælt að vera með aukakort með einhverjumn öðrum nánari upplýsingum um daginn, t.d. ef það er brúðkaups gjafalisti, upplýsingar um heimasíðuna eða aðrar mikilvægar upplýsingar.
-
Borðkort/skraut – hér er ég að tala um allt sem er sett á borðin, t.d. matseðill, borðnúmer, nafnakort, instagram kort og allskonar skemmtilegt.
-
Borðskipan – Fá betra yfirsýn og upplýsingar á hvaða borði gestirnir eru.
-
Velkomin skilti – vinsælt að hafa svona stórt plagg við inngagninn til að bjóða fólki velkomið, hafa smá info eins og nöfnin, logoið, daginn og til að vísa fólki inn í salinn.

Bloggið