top of page

'Sweet Summer' lita þema í brúðkaupið

Litaval er einn stór þáttur í þema brúðkaupum. Litirnir skapa ótrúlega mikið stílinn og mikilvægt að velja liti sem passa vel saman og henta hjónunum hvað þeirra stíl varðar. Litavalið fer einnig oft eftir hvaða árstíma brúðkaupið er og er ég að pósta þessu núna því mjög margir eru að byrja að undirbúa sitt brúðkaup sem verður næsta sumar.


Þetta litaspjald er mjög rómantískt og með hlýju og náttúruelga liti. Grænn, ferskjubleikur og ljós brúnn tóna mjög vel saman og búa til fallegt og þægilegt andrúmsloft. Algjört sumarbrúðkaup. Þetta býr einnig til smá svona bohemian stíl og mjög afslappandi.


Litaþemað er nýtt á marga vegu á stóra deginum. Til dæmis bréfsefnið, borðskraut, blómin, fatnaðurinn, á heimasíðuna og margt margt fleira. Leiktu þér aðeins með litina.


Þetta spjald getur þú notað í þínu brúðkaupi alveg endurgjaldslaust og hér eru litakóðarnir:

#cc9b91 - #3e473e - #d6c8b9 - #dbc3bd


Þangað til næst — Ása

bottom of page