top of page

þetta er
ástríða

Hæhæ — og velkomin hingað á heimasíðuna mína. Ég er hér til þess að hjálpa þér með þitt vörumerki, fyrirtæki eða brúðkaupið en langar að þú kynnist því aðeins betur hver ég  er og hvað ég stend fyrir

Um mig

Frá ungum aldri fékk ég bilaða ástríðu fyrir grafískri hönnun, en einhverra hluta vegna fór ég aldrei í það nám en samt elti það mig. Ég menntaði mig í verslunarhönnun en hluti af því námi er grafísk hönnun og vaknaði ástríðan þar ennþá betur. 

Kláraði skólann í desember 2017 með BA gráðu í Verslunarhönnun (Retail design) og finnst mér sú menntun hafa mótað mikið í dag hvernig ég hanna grafík þá helst fyrir vörumerkjahönnun og heildrænt útlit vörumerkja. 

Ég byrjaði strax eftir útskrift að taka að mér freelance verkefni að hanna logo og nafnspjöld og svo árið 2018 þegar ég var atvinnulaus þá fór ég að leika mér meira og stofnaði þá Bergmann Studio að hanna plaköt. 

2020 breyttist síðan soldið stefnan og fór ég að bjóða upp á bæði sérhönnun og aðsniðan brúðkaups hönnun ásamt því að hanna brúðkaups heimasíður. Margar regnhlífar í litla fyrirtækinu mínu sem smám saman stækkar og blómstrar. 

2023 breyttist persónulega lífið mitt töluvert þegar Vigdís litla mín kom í heiminn. Í orlofinu fór hugurinn ennþá frekar á flug og ákvað ég að henda þessari heimasíðu í loftið með þá fókus á að bjóða upp á hönnun fyrir Íslendinga og er hún þessvegna á Íslensku. 

... Meira kemur inn síða

hyggeLagomPoster.jpg
bottom of page